Monday, February 10, 2014

Hópaleikur - Staða efstu liða í 1. til 3. deild þegar keppni er hálfnuð hjá Ísl. Getraunum

Það eru 950 lið skráð í hópaleik hjá Getraunum og deilast innsendar raðir í 1 – 3 deild hjá þeim.  Keppni í Hópleik stendur yfir í 10 vikur í senn og veitt eru glæsilegir vinningar fyrir efstu þrjú sætin í hverri deild.

Í 1 deild eru verðlaunin:
60.000 kr. fyrir 1.sætið, 50.000 fyrir 2.sæti og 40.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 2.deild eru verðlaunin:
50.000 kr. fyrir 1.sætið, 40.000 kr. fyrir 2.sæti og 30.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 3. deild eru verðlaunin:
40.000 kr. fyrir 1.sætið, 30.000 kr. fyrir 2.sæti og 20.000 kr. fyrir 3.sæti.


Þegar 5 umferðir í hópaleik eru búnar er staða efstu liða hjá 109 eftirfarandi.

1. Deild - Hópaleik Getrauna.
Efstu ÍR-liðin 109 TIPS 13 og 109 REGINA eru sem stendur í 17-29 sæti í 1. deild með 55 stig í Hópaleik Íslenskra Getrauna, en efsta liðið þar er aðeins 4 .stigum ofar með 59 stig.  


1 Deild - Hópaleik

2. Deild - Hópaleik Getrauna
Í 2.deild er 109 TIPS 13 í 11-20 sæti með 55 stig , 109 LIVERPOOL er síðan í 39-66 sæti með 53 stig og síðan koma 109 CHETOTT og VAGL í 67-93 með 52 stig. 
2  Deild - Hópaleik

3. Deild - Hópaleik Getrauna
Í 3. deild er 109 TIPS13 í 1-6 sæti með 55 stig.  109 CHETOTT og VAGL eru síðan í 30-57 sæti með 52 stig.


3 Deild - Hópaleik

1.Deild - Raðað eftir 109 liðum 
109 - Top Ten

Keppnisfyrirkomulag
Keppni í Hópleik stendur yfir í 10 vikur í senn og eru því 5 deildakeppnir á hverju ári og frí í tvær vikur.  Gildir besta skor 8 vikna og þurkast því slökustu tvær vikurnar út þegar lokastaðan er reiknuð.  Verði lið jöfn í einhverju af þrem efstu sætunum fer fram bráðabani næstu helgi eða helgar þar til úrslit fást.
Vinningar:Veittir eru glæsilegir vinningar fyrir efstu þrjú sætin í hverri deild
Í 1 deild eru verðlaunin:60.000 kr. fyrir 1.sætið, 50.000 fyrir 2.sæti og 40.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 2.deild eru verðlaunin:50.000 kr. fyrir 1.sætið, 40.000 kr. fyrir 2.sæti og 30.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 3. deild eru verðlaunin:40.000 kr. fyrir 1.sætið, 30.000 kr. fyrir 2.sæti og 20.000 kr. fyrir 3.sæti.
Auk þessa fá þau lið sem lenda í þrem efstu sætunum í hverri deild í fyrstu fjórum deildakeppnunum á árinu, alls 12 lið að hámarki í hverri deild,  tækifæri til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Þar eru fyrstu verðlaun 100.000 krónur.





No comments:

Post a Comment